Fara í efni

LISK1AÚ02 - Listgreinakynning með áherslu á sköpun og gagnrýna hugsun

Kynning á ýmsum aðferðum, útfærslum og efnisvali í listsköpun

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Áfanginn er einstaklingsmiðaður. Markmiðið er að nemendur kynnist fjölbreyttum aðferðum sem notaðar eru við listsköpun og að þeir geti leitað fanga í ýmsum hugmyndabönkum s.s. í blöðum, bókum og á veraldarvefnum. Lögð verður áhersla á gagnrýna og skapandi hugsun með samræðum við nemendur um þeirra eigin verk og annarra.

Þekkingarviðmið

  • mismunandi aðferðum við listsköpun
  • mismunandi áhöldum og efnivið
  • hvar á að leita að hugmyndum og leiðbeiningum

Leikniviðmið

  • nota viðeignadi áhöld
  • vinna verk með fjölbreyttum aðferðum
  • vinna verk úr fjölbreyttum efnum

Hæfnisviðmið

  • takast sjálfstætt á við skapandi verkefni
  • nýta tómstundir sér til gagns og ánægju
  • nýta og tengja þekkingu sína við daglegt líf
  • sækja sér viðbótar þekkingu t.d. stök námskeið
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?