Fara í efni

STAÞ1HS20 - Starfsþjálfun hársnyrtiiðna 1

starfsþjálfun í hársnyrtiiðn

Einingafjöldi: 20
Þrep: 1
Hársnyrtir klippir, litar, setur permanent í hár og blæs og útfærir hár beggja kynja – allt óháð hárlengd, hárgerð og höfuðlagi. Hann velur vörur og áhöld og útfærir þjónustu á faglegum forsendum en miðar einnig við þarfir og óskir viðskiptavina. Hann vinnur sjálfstætt en getur átt samvinnu við aðrar faggreinar um skipulag og samþættingu verkefna er varða hár og tísku. Hársnyrtir fer að lögum og reglum í starfi sínu og hefur tileinkað sér þjónustulund og fagvitund byggða á siðferðilegum grunni. Hann er virkur í faglegu starfi og hefur hæfni til að kynna sig og verk sín. Hann getur rekið eigin starfsemi með jákvæðum árangri. Hársnyrtir veit um annmarka starfsins og neikvæð áhrif þeirra á framtíðarmöguleika í faginu.

Þekkingarviðmið

 • margs konar klippiformum fyrir dömur og herra
 • lögum og reglugerðum um hreinlæti, umhverfisvernd, öryggi, vinnuvernd og forvarnir, réttindi og skyldur
 • sögu hársnyrtingar og síbreytilegrar tísku í aldanna rás
 • umhverfisvænum vörum og leiðum til að öðlast viðurkenningu sem umhverfisvænn hársnyrtir
 • siðferðilegum málefnum sem hafa áhrif á hár-og tískuiðnaðinn og siðareglum innan þess iðnaðs
 • mismunandi andlitsföllum, líkamsbyggingu og persónuleikum viðskiptavinar

Leikniviðmið

 • þvo hár og nudda höfuð með hárnæringu
 • forma og raka skegg
 • vinna með faglegt orðfæri á íslensku og ensku
 • útbúa einfalda fjárhags- og markaðssetningaráætlun fyrir rekstur hársnyrtistofu
 • beita fjölbreyttum aðferðum til að skapa og útfæra dag- og uppgreiðslur á öllum hárlengdum, hárgerðum og höfuðlagi beggja kynja

Hæfnisviðmið

 • þróa litatækni og klippiform
 • velja vörur og meðferð út frá grunnþekkingu sinni á eiginleikum hárs, samspili efnahvarfa, efnafræðilegum áhrifum permanents og almennri meðhöndlun kemískra efna
 • útbúa verklýsingu í máli og myndum og vinna eftir verklýsingum annarra
 • veita persónulega ráðgjöf um meðferð hárs og notkun á hármótunarvörum og aukahlutum fyrir hár
 • greina hár- og hársvörð
 • vinna sjálfstætt
 • sýna viðskiptavinum, samstarfsfólki og umhverfi virðingu
 • vera virkur og gagnrýninn þáttakandi í faglegri umræðu
 • kynna sig og verk sín á víðtækan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?