Fara í efni

EFNA3VE05 - Verkleg efnafræði

daufar sýrur, leysnijafnvægi, oxun, verklegar æfingar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: EFNA3OH05 eða sambærilegur áfangi
Kafað dýpra í ýmsa þætti efnafræðinnar, m.a. með verklegum tilraunum, sem áður hefur verið fjallað um í fyrri áföngum eins og leysnijafnvægi og fellingar, hraða efnahvarfa og virkjunarorku, lögun, svigrúm og skautun sameinda, oxun og afoxun, sýrur og basar, bufferlausnir, efnafræði kjarnans og geislavirkni. Áfanginn byggir á fjölbreyttum verklegum æfingum og verkefnavinnu. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi nemenda og sjálfstæð, öguð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

 • hraða og gangi efnahvarfa sem og virkjunarorku
 • efnajafnvægi, jafnvægislögmálinu og jafnvægisföstum
 • söltum í vatnslausn, leysni og leysnimargfeldi, Ksp
 • jafnvægi í sýru- og basalausnum, pH, bufferlausnum, títrun og jafngildispunkti
 • oxunar- og afoxunarhvörfum sem og stillingu oxunar-afoxunarjafna
 • áhrif skautunar á tengi milli sameinda á föstu og fljótandi formi
 • geislavirkni og kjarnhvörfum og hagnýtingu þeirra
 • vinnubrögðum og öryggi í verklegri efnafræði

Leikniviðmið

 • reikna hraðafasta og virkjunarorku út frá mælingum
 • reikna helmingunartíma
 • teikna og túlka títrunarferil
 • beita nálgunum í reikningum
 • framkvæma verklegar æfingar í tilraunastofu
 • nota oxunartölur til að stilla efnajöfnur í súrum og basískum lausnum
 • reikna mólstyrk jóna eftir fellingu
 • teikna myndir er lýsa lögun sameinda
 • beita skipulegum aðferðum við úrlausn dæma

Hæfnisviðmið

 • leggja mat á úrlausnir sínar og álykta um hvort þær standist
 • vinna eftir verkferlum í verklegum æfingum
 • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær í ræðu og rituðu máli
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?