Fara í efni

VÉLV3VG03 - Uppbygging gírkassa í vélhjólum

bilanir, gírkassi, ventalbúnaður, vélhjól

Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: VÉLV3EV03
Farið í virkni og uppbyggingu mismunandi gírkassa í vélhjólum. Hlutföll reiknuð yfir einstaka gíra. Rýnt í mögulegar bilanir eða skemmdir í tannhjólum gírkassa. Farið ítarlega í skiptibúnað gírkassanna (skiptitromlur og skiptiklær) skoðaðir möguleikar á bilunum í þessum búnaði. Ventlabúnaður skoðaður og farið yfir tilgang og gert mat á ástandi ventla, ventilstýringa, ventilþéttinga og ventilsæta. Skoðuð fyrirmæli framleiðanda og kynntur búnaður til fræsinga á ventlum og ventilsætum.

Þekkingarviðmið

 • uppbyggingu mismunandi gírkassa í vélhjólum
 • einkennum bilana í gírkössum vélhjóla
 • búnaði í kring um ventla í strokklokum vélhjóla
 • einkenni bilana í ventlabúnaði vélhjóla

Leikniviðmið

 • framkvæma viðgerðir á gírkössum vélhjóla
 • framkvæma viðgerðir á ventlabúnaði vélhjóla
 • greina bilanir í gírkössum vélhjóla
 • greina bilanir í ventlabúnaði vélhjóla
 • reikna gírhlutföll

Hæfnisviðmið

 • meta ástand gírkassa í vélhjólum
 • meta ástand ventlabúnaðar í vélhjólum
 • nýta fyrirmæli og upplýsingar framleiðanda til að greina bilanir
 • meta ástand ventla, ventilstýringa, ventilþéttinga og ventilsæta
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?