Fara í efni

DANS1OL04 - Danskur grunnur 2

lestur, málfræði, málnotkun, orðaforði

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Forkröfur: Þessi áfangi er ætlaður nemendum sem ekki hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi árangri að mati skólans
Í þessum áfanga er lögð mikil áhersla á að byggja upp orðaforða með lestri ýmiss konar texta. Undirstöðuatriði danskrar málfræði eru rifjuð upp. Stefnt er að því að gera nemendur færa um að skilja einfalda, almenna texta og tjá sig í ræðu og riti. Nemandinn fær þjálfun í að skilja talað mál. Dönsk menning er kynnt með það að markmiði að vekja áhuga á henni. Nemandinn fær þjálfun í að nota hjálpargögn og kennsluforrit í námi sínu. Markmið áfangans er að nemandinn auki grunnþekkingu sína í dönsku og hvernig hún nýtist honum.

Þekkingarviðmið

 • almennum orðaforða sem hæfir hæfniviðmiðum áfangans
 • mannlífi, menningu og siðum í Danmörku
 • grundvallarþáttum málkerfisins
 • notkun hjálpargagna
 • algengum framburðarreglum

Leikniviðmið

 • beita grundvallaratriðum danskrar málfræði í ritun
 • lesa ýmiss konar texta
 • hlusta á og skilja almenn samtöl
 • nota orðabækur, upplýsingatækni og nauðsynleg hjálpargögn í tungumálanámi
 • taka þátt í einföldum samtölum

Hæfnisviðmið

 • vinna með viðfangsefni sem tekin eru fyrir í áfanganum
 • skipuleggja nám og námsaðferðir við hæfi
 • þróa með sér aga og skipulögð vinnubrögð
 • fylgjast með einföldum frásögnum um almenn efni
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?