Fara í efni

ATFR1VK05(AV) - Atvinnulíf og atvinnumarkaður

ferilskrá, kjaramál, vinnumarkaður

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Í áfanganum öðlast nemandinn aukinn skilning á styrkleikum sínum, veikleikum og takmörkunum, bæði þegar kemur að atvinnu og í daglegu lífi. Nemandinn fær dýpri innsýn í íslenska menntakerfið og það nám sem er í boði við skólann á sama tíma og hann kynnir sér nánar leiðir að hinum ýmsu störfum og starfsmöguleikum sem í boði eru á svæðinu. Þá þekkingu nýtir nemandinn síðan, undir handleiðslu kennara, í leit að vinnustaðanámi fyrir vorönnina. Farið verður í ferli atvinnuleitar, gerð ferilskrár og hvernig starfsviðtöl fara fram ásamt markmiðasetningu fyrir framtíðina.

Þekkingarviðmið

  • íslensku menntakerfi og þeim leiðum sem þar eru færar að ákveðnum markmiðum
  • helstu hugtökum, viðfangsefnum og orðfæri vinnumarkaðarins
  • grunngildum og siðferði sem ríkir á vinnumarkaði
  • þáttum sem móta atvinnulífið
  • mikilvægi mismunandi starfa/starfsgreina á svæðinu

Leikniviðmið

  • setja fram á skýran hátt og skapandi hátt efni og upplýsingar
  • nota internetið til upplýsingaleitar, uppbyggilegra samskipta og úrlausna verkefna af ýmsum toga
  • skoða ólíkt gildismat og viðhorf með tilliti til samhengis orsaka og afleiðinga
  • skipuleggja tíma sinn á raunhæfan hátt, hvort sem er gagnvart skóla, vinnu eða daglegu lífi

Hæfnisviðmið

  • auðga og þroska samskiptahæfni sína, bæði í persónulegum samskiptum og við formlegri aðstæður
  • bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og setja sig í spor annarra
  • taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
  • verða betur meðvitaður um sjálfan sig, áhugasvið sitt, styrkleika og veikleika
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?