Fara í efni

HLEI2FB04(AH) - Leikhús og fjölmiðlar fyrir hársnyrtinema

Leikhús og fjölmiðlar

Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Forkröfur: HÁRG2FB03DH
Nemandinn kynnist vinnu á bak við tjöldin í leikhúsi, sjónvarpi og við myndatökur af ýmsum toga. Dýpkaður er skilningur á nokkrum tímabilum í hársögunni og hártísku sem endurspeglar þau. Unnið er með hárkollur, farið í ásetningu þeirra og umhirðu einnig er hárkollugerð kynnt og ýmis gervavinna. Nemendur taka virkan þátt í mismunandi verkefnum tengdum þessum þáttum. Þetta er valáfangi sem eykur víðsýni nemandans og styrkir grunn til frekara náms á þessu sviði. Einnig styrkist nemandinn gagnvart ýmsum verkefnum brautarinnar og öðlast aukna möguleika á að koma sér á framfæri í faginu.

Þekkingarviðmið

 • þeirri vinnu sem snýr að hári í leikhúsi og á tökustað. Hvernig hægt er að endurspegla tímabil í hársögunni með einföldum greiðslum og fylgihlutum.
 • hvernig hægt er að ná fram einkennandi karakterum, þjóðerni og stemningu með hugmyndavinnu og sköpun.
 • hárkollum, gerð þeirra, ásetningu og umhirðu.

Leikniviðmið

 • beita hugmyndavinnu til sköpunar og lausnaleitar.
 • vinna með öðrum að settu marki.
 • setja hárkollu á módel.
 • leita lausna til að ná fram því sem verkefnin krefjast.

Hæfnisviðmið

 • endurspegla ákveðin tímabil með tilheyrandi greiðslum og fylgihlutum.
 • starfa með fagfólki og áhugafólki að ýmsum verkefnum og uppákomum.
 • útfæra heildstætt verk með hliðsjón af hári, förðun, fylgihlutum og túlkun.
 • stunda frekara nám til undirbúnings vinnu við leikhús og fjölmiðla.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?