Fara í efni

DANS3NL05 - Framhaldsáfangi í dönsku

lesskilningur, málnotkun, norðurlandamál, orðaforði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: DANS2LN05 eða sambærilegur áfangi
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn tileinki sér sérhæfðari orðaforða en áður og geti nýtt sér hann í öllum færniþáttum. Nemandinn á að geta tjáð sig lipurt bæði í ræðu og riti. Lögð er áhersla á að nemandinn sé fær um að lesa flóknari texta en áður og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra. Að hann beiti meginreglum danskrar málfræði, hljóðfræði og setningarfræði bæði í ræðu og riti. Í áfanganum er haldið áfram að kynna sænsku og norsku. Nemandinn fær þjálfun í að nota hjálpargögn og kennsluforrit í námi sínu. Mikil áhersla er lögð á að nemandinn beri ábyrgð á eigin námsframvindu og sýni sjálfstæð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

 • dönsku máli, danskri menningu og tengslum Íslands og Danmerkur
 • helstu einkennum danskrar tungu í framburði og rituðu máli
 • skyldleika norðurlandamálanna
 • helstu hjálpargögnum

Leikniviðmið

 • lesa sér til ánægju eða upplýsingar fjölbreytta texta sem gera meiri kröfur til lesandans en gert er í fyrri áföngum
 • nota tungumálið á viðeigandi hátt
 • nota meginreglur í málfræði, hljóðfræði og setningarfræði
 • átta sig á stöðu dönsku og skyldra mála

Hæfnisviðmið

 • tileinka sér efni ritaðs texta af ýmsu tagi
 • skrifa skýran og vel uppbyggðan texta
 • skilja almennt talað mál um efni sem hann þekkir til
 • tjá sig munnlega á skýran og áheyrilegan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?