Fara í efni

STÆF2VH05 - Vigrar og hornaföll

hornaföll, keilusnið, vigrar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Hafa lokið STÆF2RH05 eða sambærilegum áfanga á 2. þrepi.
Efni áfangans er vigrar, hornafræði og keilusnið. Vigrar í sléttum fleti, samlagning, lengd, samsíða og hornréttir vigrar, hnit, innfeldi, horn milli vigra, miðpunktur striks. Nemendur læra skilgreiningar og reiknireglur á vigrum í sléttu og á hnitaformi. Hornaföll í rétthyrndum og gleiðhyrndum þríhyrningum, hornafallareglur, almenn skilgreining hornafalla, umritanir með hornaföllum, hornafallajöfnur, gröf hornafalla ogbogamál. Gert er ráð fyrir að nemendur kanni hornaföll með vasareiknum og/eða tölvuforritum en einnig án þeirra. Einnig er fjallað um keilusnið, hringur, sporbaugur, breiðbogi og eiginleikar þeirra. Í áfanganum er lögð áhersla á skipulögð vinnubrögð, röksemdafærslur og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.

Þekkingarviðmið

  • vigrum í sléttu og hnitakerfi og helstu eiginleikum þeirra s.s. hnitum, lengd, samlagningu vigra, innfeldi vigra, samsíða vigrum, hornréttum vigrum og horni milli vigra
  • punkti og línu í þríhyrningi, miðpunktsreglu, hornalínu samsíðungs og þyngdarpunkti
  • undirstöðuatriðum hornafræðinnar, skilgreiningu sínus-, kósínus- og tangensfalla, hornafallareglum og hornafallajöfnum
  • þríhyrningum og flatarmáli þeirra, sínus- og kósínusreglum
  • keilusniðum (hring, sporbaug og breiðboga) og eiginleikum þeirra
  • almennri jöfnu beinnar línu og ofanvarpi og fjarlægð punkts á línu, ákveðum
  • ferlum sínus-, kósínus- og tangensfalla, lotu og útslagi, lóðréttri og láréttri hliðrun ferla, bogamáli, gráðu og radíana

Leikniviðmið

  • beita vigurreikningi í sléttum fleti og hnitakerfi
  • beita helstu reiknireglum vigurreiknings, t.d. að finna hnit vigra, lengd þeirra, innfeldi tveggja vigra og horn milli vigra
  • nota hornaföll til að leysa verkefni og hornafallajöfnur
  • reikna nákvæm gildi hornafalla í gráðum
  • nota tölvuforrit og/eða vasareikni við lausn verkefna
  • reikna lengdir og horn í rétthyrndum og órétthyrndum þríhyrningum og flatarmál þeirra
  • finna miðju og radíus hrings út frá jöfnu hans, eða öfugt
  • skoða jöfnur sporbauga og breiðboga
  • breyta gráðum í bogamál og öfugt
  • teikna lotubundin föll og geti fundið útslag og hliðrun ferla

Hæfnisviðmið

  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • skilja röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
  • skiptast á skoðunum við aðra
  • útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega
  • velja aðferðir til að leysa verkefni og beita þeim rétt
  • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?