Fara í efni  

VIN305A - Vinnustaðanám á sérdeildum

Undanfari: VIN 205

Áfangalýsing:

Verknám fer fram á sérdeildum svo sem barnadeild, endurhæfingardeild, geðdeild, heilsugæslu eða kvennadeild. Námstíminn er 15 átta klukkustunda vaktir á önn. Nemandi setur sér persónuleg markmið í upphafi verknámstímabils um væntingar til verknámsins. Hjúkrunarkennari, leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi skal skipuleggja eigin störf í samvinnu við hjúkrunarkennara og leiðbeinanda. Nemandi skal samþætta bóklegt og verklegt nám með gerð lokaverkefnis. Í lokaverkefni er lögð áhersla á heildræna hjúkrun. Verkefni er valið í samráði við hjúkrunarkennara og leiðbeinanda.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.