VIN205A - Vinnustaðanám á hand- og lyflækningadeild eða almennu sjúkrahúsi
Áfangalýsing:
Verknám fer fram á hand- og lyflækningadeildum eða almennu sjúkrahúsi. Námstíminn er 15 átta klukkustunda vaktir á önn. Hjúkrunarkennari, leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið um verknámið. Á meðan á verknámi stendur skal nemandi fylla út gátlista um unna verkþætti.