Fara í efni  

VGR1048 - Verktækni grunnnáms

Áfangalýsing:

Í þessum áfanga er lögð áhersla á kennslu í undirstöðuþáttum í vinnu rafiðnaðarmanna. Nemendur kynnast reglum er lúta að öryggi og vinnuvernd og þeim reglugerðarákvæðum sem tengjast verkefnum áfangans. Lögð er áhersla á kennslu í efnis-, áhalda- og tækjafræði, verktækni og umgengni um kennslubúnað og efnislager. Nemendur læra að lóða með lóðbolta og beita helstu hand- og rafmagnsverkfærum sem notuð eru í rafiðnaði. Nemendur læra að nota rennimál, míkrómæli og að smíða einfaldan búnað úr málm- og plastefnum innan ákveðinna málvika. Einnig smíða nemendur einfaldar rafeindarásir og læra að beita mælitækjum svo sem hliðrænum og stafrænum mælum eftir því sem tilefni gefst til. Þá fer fram kynning á starfsvettvangi rafiðnaðarmanna og félagasamtökum þeirra. Mikilvægt er að námsefni þessa áfanga tengist inntaki áfangans RAM 103 ásamt öðrum áföngum í grunnnáminu. Kynnt er meðferð rafsuðutækja, eðli þeirra og notagildi. Soðnir eru smærri hlutir með og rafsuðutækjum. Kynnt er stilling, meðferð, viðhald og umhirða verkfæra og véla svo og mælitækja í fínsmíði. Smíðaðir eru hlutir úr járni og áli innan vissra málvika. Rétt beiting líkama og verkfæra er ríkur þáttur í þessu námi. Álplötur eru klipptar og beygðar og búnir til kassar, hlífar og standar fyrir raftæki, eftir teikningum. Uppmerking, borun, sögun, snittun, skrúfun og draghnoðun eru líka mikilvægir þættir í þessu námi. Farið er yfir meðferð, umgengni og öryggismál þeirra véla og verkfæra sem unnið er með.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.