Fara í efni  

VGM1948 - Smíðar - Almenn braut

Áfangalýsing:

Nemendum er kynnt almennt málmsmíðaverkstæði, hvað það inniheldur, sem og helstu umgengis og öryggisreglur. Þá er farið yfir og kennd meðferð og notkun, helstu handverkfæra og einföldustu tækja til smíða, svo og algeng mælitæki, sem notuð eru í málmiðnaði. Kennd eru undirstöðuatriði í lestri vinnuteikninga. Unnið að verkefnum þar sem fyrir kemur að lesa teikningar, mæla, merkja, saga, sverfa, bora, snitta, slípa, o.s.frv. sem og notkun handbóka og taflna. Nemendur kunni skil á vinnsluhætti rennibekkja, borvéla og fræsivéla, og að hafa fullkomið vald á öryggismálum og umhirðu þessara spóntökuvéla, sem og annara tækja, véla og verkfæra sem unnið er með. Nemendur öðlast nægilega færni til að leysa einföld verkefni í rennibekk innan 0,1 mm málvika. Farið er yfir grunnþætti í þunnplötusmíði, helstu verkfæri og vélar, þannig að neminn geti smíðað einfalda hluti. Samhliða kennslunni fer fram fræðsla um slysahættu og öryggisþætti á vinnustað.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.