VFR5136 - Vélfræði
Undanfari: STÆ403, VFR 412
Áfangalýsing:
Að loknu námi í þessum áfanga á nemandi að hafa fræðilega sérþekkingu á straumfræðilegum þáttum vélfræðinnar í varmafræði og í varmanýtni véla. Nemendur öðlast þekkingu á þeim þáttum sem hafa áhrif á falltap í skurðum, göngum og pípum, geta lýst orkuflæði og orkuframleiðslu í vatnsafls- og gufuaflsstöðvum og geta framkvæmt útreikninga á aflgetu slíkra stöðva miðað við gefnar forsendur.