VFR4124 - Vélfræði
Áfangalýsing:
Í áfanganum reikna nemendur dæmi með ferlum er samanstanda af ákveðnum ástandsbreytingum eins og isobar, isoterm, isochor, adiabat, isentrop, isentalpi eða polytropiskum ástandsbreytingum. Veita á nemendum fræðilega undirstöðumenntun í varmafræði og í varmanýtni véla. Nemendur teikna pV- og Ts-línurit fyrir kerfi er samanstanda af ferlunum, sem taldir eru í lið 2, og geta reiknað út vinnu og varma í slíkum línuritum.