VFR3136 - Vélfræði
Áfangalýsing:
Nemendur öðlast skilning á uppbyggingu á kötlum og búnaði sem þeim fylgir. Farið er yfir virkni þeirra og þau öryggisatriði sem nauðsynleg eru til að rekstur þeirra sé sem öruggastur. Nemendur reikna út, nýtni, hitaflöt og loftþörf katla. Þá er farið yfir hvaða niðurstöður er hægt að fá úr reykgreiningu. Kynnt hvað átt er við með eimunarvarma, rökum eim, mettuðum eim og yfirhituðum eim.