Fara í efni  

VEF1036 - Vefnaður

Áfangalýsing:

Í þessum fyrsta áfanga í vefnaði vefa nemendur a.m.k. þrjú stykki, bandáferð og þráðaráferð og þrjár prufur. Lögð er áhersla á einskeftuvefnað, vaðmál og ormeldúk í prufum. Í stykkinu með bandáferðinni, sem gjarnan er taska, borðdregill eða veggstykki, er lögð áhersla á einskeftu og rósabandsvefnað. Í stykkinu með þráðaráferð er lögð áhersla á vaðmál, samsetta bindingu eða ormeldúk. Nemendur taka virkan þátt í sem flestu er varðar uppsetningu á voð í vefstól, en ekki er ætlast til að þeir reikni út í uppistöðu eða bindi upp skemla og skammel í þessum áfanga. Miðað er við að notaðir séu trissustólar, fjögur til fimm sköft og fjögur - sex skammel.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.