UTN1036 - Upplýsingatækni
Áfangalýsing:
Í áfanganum fá nemendur að kynnast ýmsum hliðum upplýsingatækninnar. Í fyrstu lotu er farið í grunnatriði í tölvumálum og reglur sem gilda í tölvusamskiptum og umgengni við tölvukerfi skólans. Þá fá nemendur leiðbeiningar í notkun á Innu og MOODLE. Í næstu lotum æfa nemendur fingrasetningu og setja upp verkefni í ritvinnslu (Writer), töflureikni (Calc) og kynningarforriti (Impress). Áhersla er lögð á öguð vinnubrögð og skipulag við uppsetningu verkefna.