TNT4036 - Tölvur og nettækni
Undanfari: TNT303
Áfangalýsing:
Í þessum áfanga kynnast nemendur tölvunetkerfum. Gert er ráð fyrir að notað sé gagnvirkt, rafrænt námsefni á vef Cisco. Hver nemandi er skráður inn í kennslukerfi Cisco og hefur þar sitt snið sem hann einn hefur aðgang að. Þar er einnig haldið utan um öll próf sem nemendur taka. Nemendur fara í gegnum námsefnið undir handleiðslu kennara, vinna verkefni og ljúka rafrænu skyndiprófi úr sérhverjum hluta námsefnisins. Kaflarnir eru 11 samtals og eru fyrstu 9 kaflarnir teknir fyrir í þessum.