TNT3036 - Tölvur og nettækni
Áfangalýsing:
Í þessum áfanga er lögð áhersla á vippur, teljara, hliðrunarregistur og margs konar minni ásamt kynningu á forritanlegum rökrásum og örtölvum. Nemendur þjálfast í bilanaleit bæði með mælitækjum og með hjálp hermiforrita. Þeir tengja og prófa rásirnar á sérhæfðum tengispjöldum fyrir rökrásir ásamt því að teikna rásirnar og prófa virkni þeirra í hermiforriti, t.d. Multisim. Í verklegum æfingum eru verkefni brotin til mergjar, rökrásir tengdar, prófaðar og mældar og teknar saman niðurstöður. Lögð er áhersla á prófanir í hermiforriti og nýtingu mælitækja til að finna tengivillur og bilanir.