Fara í efni  

THG3036 - Teikningar og verklýsingar í húsgagnasmíði

Undanfari: THG 203

Áfangalýsing:

Í áfanganum fá nemendur enn frekari þekkingu og þjálfun í lestri og gerð húsgagna-teikninga með áherslu á flóknari útfærslur, bogin form, smíðistengi og sjálfstæð vinnubrögð. Teiknaðar eru útlits- og vinnuteikningar úr verkefnasafni arkitekta og hönnuða að viðurkenndum húsgögnum. Meiri áhersla er lögð á að nemendur geti gert rúmmyndir af húsgögnum sem sýna form þeirra og lögun og fái æfingu í gerð einfaldra verklýsinga á grundvelli teikninga. Í áfanganum kynnast nemendur einnig notkun tölvutækni við gerð og miðlun teikninga og annarra hönnunargagna. Áfanginn er ætlaður húsgagnasmiðum og byggist að mestu á verkefnavinnu auk þess sem nemendur læra um viðmót og uppbyggingu algengustu teikniforrita.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.