Fara í efni  

THG2036 - Teikningar og verklýsingar í húsgagnasmíði

Áfangalýsing:

Í áfanganum fá nemendur þjálfun í að lesa og gera uppdrætti af algengum húsgögnum. Þeir teikna hornréttar fallmyndir eftir ákveðnum frummyndum, sniðmyndir, skurði og hlutamyndir þar sem fram koma samsetningar, málsetningar, efnisnotkun, m.m. Komið er inn á algengar útfærslur á húsgögnum, verklýsingar, fagheiti, málvik, teiknitákn m.m. Lögð er áhersla á að þjálfa notkun og skilning á hvers konar verkgögnum sem tengjast húsgagnasmíði og teikningu rissmynda við útfærslur deililausna. Fjallað er um framleiðslu húsgagna, framleiðsluferli, tímaáætlanir, gerð efnislista, efnisafföll og kostnaðarútreikninga á grundvelli verkgagna og upplýsinga frá seljendum. Áfanginn er ætlaður húsgagnasmiðum og byggist kennslan fyrst og fremst á verkefnavinnu.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.