TES3024 - Teikning og skrift
Undanfari: TES102
Áfangalýsing:
Í áfanganum er haldið áfram að fjalla um skiltagerð og fríhendisteikningu. Nemendur fá áframhaldandi þjálfun í að hanna skilti út frá gefnum texta og læra að yfirfæra endanlega tillögu á skiltaflöt. Farið er yfir undirstöðuatriði silkiþrykks s.s. filmugerð og annan undirbúning og möguleika þess og notkun við skiltagerð. Í fríhendis-teikningu takast nemendur á við áframhaldandi verkefni í fjarvíddar- og hlutfalla-teikningu eins og notkun ljóss og skugga til að undirstrika áherslur. Jafnhliða er kynnt saga íslenskrar myndlistar og farið í heimsóknir á listasöfn. Kennsla í áfanganum er bæði bókleg og verkleg og fer aðallega fram með úrlausn raunhæfra verkefna undir handleiðslu kennara.