Fara í efni  

TES1024 - Teikning og skrift

Áfangalýsing:

Í áfanganum læra nemendur um helstu leturgerðir, skyldleika þeirra og sögulega þróun. Fjallað er um tillögugerð við skiltahönnun, leturval og staðsetningu þess á skiltafleti. Nemendur fá þjálfun í stafateiknun þar sem byrjað er á teikniskrift og þaðan farið í flóknari stafagerðir eftir forskrift. Í beinum tengslum við þá kennslu er komið inn á ýmis grunnatriði skiltahönnunar s.s. jafnvægi, samhengi, jákvætt og neikvætt rými, stafastærðir og stafabil þar sem leturgerð og -stærð mynda heildstætt útlit miðað við gefinn texta. Kennsla í áfanganum er að mestu verkleg þar sem kennari leiðbeinir um fræðilegan þátt námsins en nemendur hagnýta hann síðan í skapandi verkefnavinnu.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.