Fara í efni  

STT2024 - Stýringar og tæknibúnaður

Undanfari: STT 102

Áfangalýsing:

Í áfanganum er fjallað um stýringar og stillingar á lagnakerfum s.s. rafeindabúnað, mismunandi gerðir hans, virkni og helstu eiginleika. Kennd eru helstu stýringarlögmál, uppsetning sjálfvirknibúnaðar, bilanaleit, stillingar og fyrirbyggjandi viðhald. Farið er yfir forsendur þess að velja varmaskipta, dælur og stýriventla, farið yfir allar helstu gerðir af lokum og hitakerfi jafnvægisstillt. Lögð er áhersla á skipulega uppsetningu tækja og lagna í tækjaklefum, merkingar lagnahluta og tækja, gerð handbóka um kerfi og/eða skýringartöflur.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.