Fara í efni  

STS3036 - Stafræntækni og sjálfvirkni

Áfangalýsing:

Í áfanganum vinna nemendur að sjálfstæðu verkefni sem felst í því að hanna heildarlausn á framleiðslulínu verksmiðju. Í verkefnislýsingu kemur í stórum dráttum fram hvað á að gerast í verksmiðjunni en nemendur skipuleggja vinnslulínuna og ákveða hvernig stýringar eiga að virka. Þeir velja þann vélbúnað sem til þarf og skrifa forritið sem stýrir ferli frá stýrivél yfir t.d. CANopen-braut. Nemendur prófa sig áfram þar til vænleg heildarlausn er fundin. Lögð er áhersla á að nemendur skili í lok áfanga vönduðum lokaskýrslum um verkefni sín með greinargóðum lýsingum á öllu ferlinu frá upphafi til enda og með tilheyrandi fylgigögnum, svo sem teikningum og forritum (program listing).

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.