Fara í efni  

STS1036 - Stafræn tækni og sjálfvirkni

Áfangalýsing:

Í áfanganum læra nemendur að setja upp mismunandi útgáfur af Linux-stýrikerfi, þar á meðal Ubuntu, Fedora og Suse, með helstu skipunum,notendaaðgengi og þjónustu. Þeir setja upp notendur, nettengingar, aðgangsstýringar, netdrif, prentun yfir netið, ritvinnslu og töflureikni. Þá setja nemendur upp þróunarkerfi fyrir C og C++, fá innsýn í uppbyggingu þess kerfis og Linux-skráarkerfið og læra því næst undirstöðu í C- og C++- forritun. Nemendur læra að nota einfalda forlykkju og hanna einfalda skipanalínu. Unnin eru einföld forritunarverkefni með forritun vélbúnaðar í huga, þ.e.a.s. Forritun örgjörvastýringa (Microcontroller og PIC).

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.