STJ1036 - Stjórnun
Áfangalýsing:
Verkstjórn: Tekið er fyrir uppbygging viðtala, samskiptastjórnun, hópvinna, varnarviðbrögð, streita, tímastjórnun, starfsþjálfun og ýmis stjórntæki kynnt. Þessi atriði eru æfð með myndbandsverkefni. Metið með hópverkefni og tímaprófi. Áætlanagerð: Gerð CPM-verkáætlana, gerð Gantt-korta og fleiri aðferða til að skipuleggja verk út frá tíma, mönnun og vélum. Metið með einstaklingsverkefnum og tímaprófi.