Fara í efni  

SSE1012 - Súpur, sósur og eftirréttir I

Áfangalýsing:

Í áfanganum er fjallað um grunnaðferðir við soðgerð s.s. brúnt nautasoð, hænsnasoð, fisksoð og notkun þess. Nemendur kynnast sósugerð úr brúnu nautasoði, hænsnasoði, fisksoði, læra hvernig þykkja má sósur og læra um helstu almennu súpuflokka svo sem þykkar súpur og grænmetissúpur. Þá læra nemendur um helstu eftirrétti svo sem ísgerð, hleypta búðinga og ávaxtagrauta.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.