Fara í efni  

SMH3036 - Smíði og hönnun rafeindatækja

Áfangalýsing:

Í þessum áfanga er lögð enn frekari áhersla á hönnun og smíði rafeindarása til að taka við boðum og stýra ytri búnaði. Notuð eru hermiforrit til að prófa virkni rása áður en þær eru smíðaðar. Gerð eru bæði rafræn og vélræn (Mekatronisk) verkefni. Farið er í skynjun á merkjum, meðhöndlun og úrvinnslu og hvernig rafeindarás bregst við og skilar merkjunum til úttakstækis. Nemandi vinnur lokaverkefni sem tekur u.þ.b. helming tímans þar sem rafeindabúnaður er hannaður frá grunni. Hægt er að velja nokkur verkefni. Einnig er hægt að taka við verkefnum frá atvinnulífinu. Áhersla er lögð á að nemendur nýti sér þekkingu og færni úr öðrum áföngum eða þáttum námsins til setja saman rafeindabúnað. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og góða skýrslu og teikningar af lokaverkefninu og að nemandi kynni verkefnið fyrir.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.