Fara í efni  

SMH2036 - Smíði og hönnun rafeindatækja

Undanfari: SMH1036

Áfangalýsing:

Í þessum áfanga er lögð áhersla á hönnun og smíði rafeindarása til að taka við boðum og stýra ytri búnaði. Gerð eru bæði rafræn og vélræn (megatronisk) verkefni. Kennd er hönnun og smíði samsettra rafeindarása og veitt innsýn í eðlisfræði íhluta. Farið er í frágang á rafeindabúnaði samkvæmt IP-staðli og þær kröfur sem gerðar eru til vatnsþéttingar á kassa utan um búnaðinn. Enn fremur helstu gerðir skynjara, bæði hliðræna (analog) og stafræna (digital). Smíðaðar eru einingar til að taka við merkjum frá skynjurum og til aflstýringar á orkufrekum tækjum. Farið er í uppröðun og tengingar á tilbúnum iðnaðarreglunareiningum á DIN-skinnu og gengið frá kassa með búnaði á DIN-skinnu í samræmi við staðla og ákvæði reglugerða. Farið er í fínlóðningar með víðsjá vegna vinnu við yfirborðsásetta íhluti (SMD) og kennd tækni við að skipta út íhlutum með mörgum tengingum. Farið er í kynnisferðir í framleiðslu-fyrirtæki. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og notkun hermiforrita.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.