Fara í efni  

SMH1036 - Smíði og hönnun rafeindatækja

Áfangalýsing:

Í þessum áfanga er lögð áhersla á hönnun og smíði rafeindarása og veitt innsýn í eðlisfræði íhluta. Smíðaður er einfaldur (FM) sendir og móttakari. Farið er í ákvæði fjarskiptareglugerðar er varða sendi- og móttökubúnað. Smíðaðar eru prentplötur fyrir einfaldar rafeindarásir og íhlutir lóðaðir á þær. Farið er í álóðun og aflóðun á yfirborðsásettum íhlutum (SMD). Nemendur leysa hönnunar-verkefni, tengja upp rásir, framkvæma mælingar og sannreyna niðurstöður út frá gefnum forsendum. Farið er vel í notkun hermiforrita til að prófa virkni rása áður en þær eru smíðaðar. Nemendur gera skýrslur um verkefni sín. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð í hvívetna.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.