Fara í efni  

SKS2036 - Skreytimálun og skiltagerð

Undanfari: SKS103 og TES102

Áfangalýsing:

Í þessum áfanga er lögð áhersla á skiltamálun í beinu framhaldi af skiltahönnun í TES 102. Nemendur fá þjálfun í vinnubrögðum við skiltamálun s.s. val og notkun skriftpensla og yfirfærslu á skiltaflöt. Þeir fá kynningu á mismunandi skiltagerðum og skiltaefnum. Einnig yfirfærslu skrautbekkja, mynda og leturs á flöt með plastfilmu og silkiþrykki. Nemendur kynnast tækjum og áhöldum sem tilheyra silkiþrykki og filmuskurði. Kennsla í áfanganum er að stærstum hluta verkleg.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.