SKO3012 - Skokk
Áfangalýsing:
Áfanginn er verklegur og felst í því að í hverri viku leiðir kennari hópinn í hlaupum, skokki og æfingum í framhaldi af því. Leitast verður við að velja leiðir og hraða fyrir hvern einstakling. Lagt verður af stað og endað við íþróttasal VMA og búningsklefarnir nýttir þar.