SJL1736 - Sviðslistir
Áfangalýsing:
Í áfanganum kynna nemendur sér fræðilegan og verklegan grunn sviðslista (Performing arts-performance art). Stuðst er við uppbyggingu náms á námsbrautinni Fræði og framkvæmd sem er hluti af leiklistar og dansdeild LHÍ. Unnið verður með ýmsa grunnþætti sviðslista s.s líkamsbeitingu, rödd, spuna, texta, handritsgerð, rými, liti, form, ljós, hljóð, leikmynd, búninga og fleira. Að hluta til er unnið í skólanum en einnig verður farið í heimsóknir í menningarstofnanir s.s. LA, Hof og Listasafnið og að auki verða fengnir gestakennarar til að kynna ákveðna þætti áfangans.