Fara í efni  

SFB1024 - Sérfæði bóklegt

Undanfari: MAT 107

Áfangalýsing:

Í áfanganum er fjallað um lífeðlis- og lífefnafræðilegar forsendur sérfæðis. Farið er yfir uppbyggingu almenns sjúkrahúsfæðis og allra helstu gerða af sérfæði. Nemendur læra grunnaðferðir í matreiðslu sérfæðis, semja matseðla (dags-/vikumatseðla) fyrir allar helstu gerðir af sérfæði sem þörf er fyrir á heilbrigðisstofnunum og reikna út næringargildi þeirra með hjálp tölvuforrits. Nemendur breyta matseðlum almenns fæðis í matseðla fyrir sérfæði, semja innkaupalista og gera vinnuáætlanir. Ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni eru hafðar að leiðarljósi við skipulagningu matseðla. Nemendur þjálfast í að áætla magn, skammtastærðir o.fl.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.