Fara í efni  

SET1048 - Sethúsgögn

Áfangalýsing:

Í áfanganum er fjallað um uppbyggingu og smíði sethúsgagna eins og hægindastóla, sófa og borðstofustóla. Gerð er grein fyrir mismunandi grindarútfærslum fyrir m.a. hefðbundna bólstrun og nemendur fá innsýn í álag á sethúsgögn og kröfur um styrk-leika, endingu og efnisgæði. Einnig kynnast þeir nýlegri framleiðsluaðferðum á set-húsgögnum eins og formlímingu og notkun svampefna í bólstrun. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist bæði í vélavinnu og handverki með áherslu á brýnslu, formun og uppsetningu skurðarverkfæra til fræsinga, gerð skapalóna, tappanir og smíðistengi. Kennslan er aðallega verkleg og nemendur smíða stól fyrir hefðbundna bólstrun og/eða borðstofustól.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.