SAGXS12 - Saga á starfsbraut
Áfangalýsing:
Í áfanganum Saga á starfsbraut er fengist við íslenskt mál í tengslum við ýmislegt úr íslenskri menningarsögu s.s. þjóðhætti, þjóðtrú, þjóðsögur, þjóðlög, ættjarðarljóð, rímur, þjóðdansa, þjóðbúninga, hús og hýbíli áður fyrr og fl. Einnig og ekki síst, er skoðað hvernig mörg orð og orðatiltæki eiga uppruna sinn í fornum atvinnuháttum Íslendinga þ.e.landbúnaði og sjávarútvegi.