SAG3736 - Trúarbragðasaga
Undanfari: SAG203
Áfangalýsing:
Fjallað verður um trúarbrögð í víðu samhengi. Reynt verður að grafast fyrir um tilurð, sögu og þróun hinna ýmsu trúarbragða, könnuð verður sérstaða þeirra og tengsl við önnur trúarbrögð. Skoðað verður hvernig trúarbrögðin móta lifnaðarhætti, siði, venjur, gildismat, hugsunarhátt, viðhorf og heimsmynd fólks í ýmsum menningarsamfélögum. Mest verður fjallað um sögu og einkenni eingyðistrúarbragðanna gyðingdóms, kristni og íslam. Fjallað verður um tengsl þessara trúarbragða og stöðu þeirra í nútímanum. Nokkur áhersla verður lögð á að kanna trúarlíf á Íslandi annars vegar og hins vegar á Akureyri. Skoðað verður hvort tími gefst fyrir heimsóknir til nokkurra trúarsafnaða á Akureyri.