SAG2036 - Saga frá 1789 til líðandi stundar
Áfangalýsing:
Þessi áfangi spannar það skeið í sögu Evrópu og Íslands sem kennt hefur verið við nútíma, frá frönsku byltingunni til líðandi stundar. Þetta eru tímar tæknibreytinga, hugsjóna og hagsmuna sem hafa leitt til kjarabóta, velmegunar og menningarauka en einnig stórstyrjalda og eyðingar á 20. öld. Í áfanganum verða teknir til umfjöllunar nokkrir valdir efnisflokkar, t.d. hversdagslíf og hugmyndastefnur á 19. öld, tilraunir manna til að breyta heiminum og lífsskilyrðum sínum á sviði hugsunar, menningar, stjórnmála og félagasamtaka, sem og tækninýjungar sem hafa auðgað og bætt mannlífið en jafnframt skapað nýjan vanda, heimsstyrjaldir 20. aldar og mótun velferðarríkja nútímans. Einnig er lögð áhersla á að þjálfa nemendur í heimildarýni af ýmsu tagi. Námsmat byggist á skriflegum prófum og verkefnum.