RSU2024 -
Undanfari: RSU102
Áfangalýsing:
Að áfanganum loknum geta nemendur soðið eftir suðuferlislýsingum. Þeir geta efnað niður og undirbúið stálplötur fyrir rafsuðu, logskorið, klippt og búið til V-rauf og hreinsað efnið eins og með þarf. Þeir geta sett saman og rafsoðið plötur með basískum rafsuðuvír í opinni V-rauf, gegnumsoðið frá annari hlið í suðustöðum PA, PC og PF. Þeir eiga að ná suðugæðum í flokki C samkvæmt ÍST EN 25817. Ennfremur geti þeir skipulagt suðuverkefni m.t.t. krafna um gæði, öryggi og umhverfi.