RLT1036 - Raflagnateikning
Áfangalýsing:
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér undirstöðuþætti raflagnateikninga og nái að tengja ákvæði reglugerða og öryggisþátta við frágang raflagnateikninga. Í áfanganum fá nemendur þjálfun í að teikna og lesa einfaldar og meðal stórar raflagnateikningar. Þá er nemendum kennt að magntaka og kostnaðarreikna raflagnateikningar.