RAL7048 - Raflagnir
Undanfari: RAL603
Áfangalýsing:
Í þessum áfanga er fjallað um uppbyggingu á stærri húsveitum, raflagnir, lágspennu og smáspennulagnir. Lögð er áhersla á lagnaefni, lagnaleiðir, aðal- og dreifitöflur, lýsingarkerfi, iðnaðartengla og tengikvíslar. Ennfremur staðsetningar boðskiptakerfa í aðaltöflum í fjölbýlishúsa (loftnets-, dyrasíma- , síma- og tölvukerfi). Farið er í sérákvæði í reglugerðum varðandi raf- og smáspennulagnir. Gerð er aðaltafla fyrir iðnaðarveitu með straumspennamælingum, raf- og smáspennulögnum, lekastraumsvörn og spennujöfnun. Unnar eru tilkynninga- og mælingaskýrslur og gerðar efnis- og kostnaðaráætlanir. Í þessum áfanga leggja nemendur einnig raflögn í sumarhús tréiðnadeildar sem byggt er við skólann. Þetta verkefni felur í sér hönnun, lagnir og allan frágang á húsinu þannig að það verði tilbúið til afhendingar.