RAL3024 - Raflagnir
Undanfari: RAL203
Áfangalýsing:
Í þessum áfanga er áhersla lögð á boðskiptalagnir s.s. tölvu-, síma-, loftnetslagnir og lagnir fyrir aðvörunar- og öryggiskerfi. Fjallað er um lagnaaðferðir og frágang boðskiptalagna í rennur og á stiga. Einnig kröfur er varða togátak og beygjuradíus, niðurspennu og festingar svo og millibil milli lagna og lagnaleiðir. Þá er fjallað um gegnumtök í veggjum mismunandi brunahólfa og hljóðeinangrun og farið í reglugerðarákvæði í rafmagns- og byggingareglugerðum varðandi þessi atriði.