Fara í efni  

RAK1036 - Rakstur

Áfangalýsing:

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að þekkja mismunandi andlitsform, skeggform og rakstursbrautir, efni og áhöld sem notuð eru við skeggklippingar og rakstur. Geta klippt skegg í mismunandi form, rakað í kringum skegg með rakhníf. Hafa gott vald á skærum, greiðum, rakhníf og klippivél. Nemendur auka skilning sinn á mannlegum samskiptum og öðlast aukinn skilning á starfi sínu á hársnyrtistofu. Lögð er áhersla á að nemendur skilji hve fagmannleg framkoma og rétt líkamsbeiting er mikilvæg. Læra að þekkja æskilega og óæskilega þætti í fari fagmanns við þjónustustörf. Þeir þekkja mun á góðri og slæmri líkamsstöðu, æskileg og óæskileg umræðuefni við viðskiptavin og grundvallarlögmál almennrar siðfræði.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.