RAF4648 - Rafmagnsfræði
Áfangalýsing:
Í þessum áfanga er fjallað um staðal fyrir rafteikningagerð og um uppbyggingu og gerð rafteikninga. Nemendur öðlast þjálfun í lestri rafteikninga og gera sér grein fyrir uppbyggingu rafkerfa. Farið er yfir hinar ýmsu gerðir teikninga, t.d. Kassateikningar, einlínuteikningar og straumrásarteikningar. Nemendum er kennt að nota teiknistaðal og er alþjóðastaðallinn (IEC) kynntur. Lögð er áhersla á lestur rafteikninga og þá helst af rafkerfum í skipum. Með því er reynt að gefa nemendum yfirsýn yfir uppbyggingu rafkerfa og þeim kynnt ýmis reglugerðaratriði í sambandi við rafkerfi skipa. Nemendur kynnast vinnumáta og notkun algengustu fjarskipta- fiskileitar- og siglingatækja.