Fara í efni  

RAF1948 - Rafmagnsfræði - Almenn braut

Áfangalýsing:

Í þessum áfanga er fjallað um flesta þá þætti sem kenndir eru í grunndeild rafiðna. Allt frá því að setja kló á snúru til framleiðslu raforku. Fjallað er um efni, efnisfræði og búnað í minni neysluveitum. Nemendur fá æfingu í að leggja lagnir í tiltekið lagnarými þar er á spjald. Við þessa vinnu skal fylgja ákvæðum reglugerðar og stöðlum um raforkuvirki. Nemendur læra að lóða með lóðbolta og fá að setja saman tölvuleik eða sambærilegan búnað. Að loknu námi í þessum áfanga skal nemandi þekkja einfaldar gerðir segulliða og rofa. Þekkja virkni og uppbyggingu segulliða. Þekkja virkni og gerð tímaliða, seinn út og seinn inn. Geta lesið einfaldar einlínuteikningar. Einnig er fjallað um grundvallarhugtök og lögmál rafmagnsfræði jafnstraums. Kynnt eru Ohms lögmál, lögmál Kirchoffs og lögmál um afl og orku og virkni þessara lögmála prófuð í mælingarverkefnum. Hugtökin straumur, spenna, viðnám, afl og orka eru kynnt og lögð til grundvallar þess að nemandi geti reiknað út strauma, spennuföll og viðnám í jafnstraumsrásum.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.