RAB3036 - Rafeindabúnaður og mælingar
Áfangalýsing:
Í upphafi áfangans fer fram upprifjun á meginatriðum undanfaraáfanga og fyrri verkefni nemenda skoðuð með hliðsjón af sveinsprófskröfum. Áfram er unnið með almennan rafeindabúnað, SMPSspennugjafa, en auk þess kynntar leiðir til að nálgast nýjungar í uppbyggingu rafeindatækja. Unnið er með tæknilegar upplýsingar framleiðanda er tengjast verkefnum og verklegar mæliniðurstöður notaðar við bilanagreiningu. Áhersla er lögð á teikningalestur og samspil einstakra rásahluta. Farið er í notkun hugbúnaðar við stýringu og stillingu á högun rafeindabúnaðar. Kynntar eru blokkmyndir af rafeindabúnaði sem notaður er um borð í skipum og hjá tölvu-, fjarskipta- og hátæknifyrirtækjum. Hver nemandi vinnur, auk smærri verkefna, að einu stóru verkefni sem tekur mið af hæfnikröfum rafeindavirkja. Í upphafi áfanga fer fram val og skipulagning verkefna í samráði við kennara sem m.a. veitir aðstoð við að koma nemanda í samband við fyrirtæki sem getur veitt nauðsynlegar upplýsingar. Áhersla er lögð á vinnu með LCD-skjái og bilanaleit í SMPS.