Fara í efni  

RAB3036 - Rafeindabúnađur og mćlingar

Áfangalýsing:

Í upphafi áfangans fer fram upprifjun á meginatriđum undanfaraáfanga og fyrri verkefni nemenda skođuđ međ hliđsjón af sveinsprófskröfum. Áfram er unniđ međ almennan rafeindabúnađ, SMPSspennugjafa, en auk ţess kynntar leiđir til ađ nálgast nýjungar í uppbyggingu rafeindatćkja. Unniđ er međ tćknilegar upplýsingar framleiđanda er tengjast verkefnum og verklegar mćliniđurstöđur notađar viđ bilanagreiningu. Áhersla er lögđ á teikningalestur og samspil einstakra rásahluta. Fariđ er í notkun hugbúnađar viđ stýringu og stillingu á högun rafeindabúnađar. Kynntar eru blokkmyndir af rafeindabúnađi sem notađur er um borđ í skipum og hjá tölvu-, fjarskipta- og hátćknifyrirtćkjum. Hver nemandi vinnur, auk smćrri verkefna, ađ einu stóru verkefni sem tekur miđ af hćfnikröfum rafeindavirkja. Í upphafi áfanga fer fram val og skipulagning verkefna í samráđi viđ kennara sem m.a. veitir ađstođ viđ ađ koma nemanda í samband viđ fyrirtćki sem getur veitt nauđsynlegar upplýsingar. Áhersla er lögđ á vinnu međ LCD-skjái og bilanaleit í SMPS.

Til baka

Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00