Fara í efni  

RAB2036 - Rafeindabúnaður og mælingar

Undanfari: RAB1036

Áfangalýsing:

Í þessum áfanga er lögð áhersla á undirstöðuþætti samsetts rafeindabúnaðar og þjálfuð leit að tæknilegum upplýsingum sem tengjast verkefnum nemenda. Niðurstöður verklegra mælinga eru notaðar við lausn verkefna og við bilanagreiningu. Kynntar eru nokkrar gerðir orkubreyta (transducer), magnara og sérhæfðra magnara. Farið er í tæknilegar lausnir við að eyða eða draga úr truflunum (interference signals) við boðskipti. Fjallað er um áhrif truflana og mikilvægi jarðtengingar smáspennukerfa. Nemendur kynnast einingum til gagnaöflunar sem festar eru á tengilista og hugbúnað sem vinnur með gögnin. Einnig er fjallað um aðferðir til að senda gögn. Þjálfuð eru öguð og rökrétt vinnubrögð við lausn verkefna og skýrslugerð þar sem stuðst er við teikningar og niðurstöður mælinga. Þjálfuð er bilanaleit í SM-spennugjöfum og lágtíðnimagnararásum.

Til baka

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.