RAB1036 - Rafeindabúnaður og mælingar
Áfangalýsing:
Í þessum áfanga er áhersla lögð á mælitækni og fjallað um áhrif sem innri gerð mælitækja hefur á niðurstöður mælinga. Lögð er áhersla á áhrif sveiflusjáa og tíðnirófsgreina. Innviðir mælitækja eru rannsakaðir með hliðsjón af teikningum og handbókum. Nemendur vinna verkefni með mælitækjum þar sem þeir skrá niðurstöður og framkvæma útreikninga til að sannreyna að mælitæki nálgast raungildið mismunandi vel. Kynntar eru almennar öryggisreglur sem gilda um rafmagnstæki og umhverfi þeirra og unnin verkefni þar sem notuð eru mælitæki við að mæla virka og óvirka íhluti í rásum og greina bilaða íhluti. Þá er farið í uppbyggingu og virkni helstu íhluta í aflgjöfum, lágtíðni- og hátíðnimögnurum, virkni og notkunarsvið sveifluvaka. Nemendur teikna íhlutamyndir af rásum og blokkmyndir af tækjum. Samhliða þjálfast nemendur í einfaldri bilanagreiningu. Kynntar eru kröfur um frágang og rekjanleika skýrslna um mælingaverkefni. Lögð er rík áhersla á að nemendur leiti upplýsinga á veraldarvefnum um íhluti, rásir og tæknilegar upplýsingar sem tengjast verkefnum. Bilanaleit í hefðbundnum spennugjöfum.